31/3

Litríkar rótarfranskar

Færsla skrifuð 31. mars 2017

Heimalagaðar franskar eru ljúffengar, bæði sem meðlæti en líka bara einar og sér með djúsí sósu til að dýfa í. Þegar við mæðgur gerum franskar finnst okkur skemmtilegast að hafa þær litríkar og notum þess vegna rauðrófur, sætar kartöflur og sellerírót ásamt hinum hefðbundnu hvítu kartöflum. Bragðið verður fjölbreyttara og svo eru þær afbragðs fallegar!

Hvað er girnilegra en að dýfa litríkum frönskum í djúsí spicy mayo? Namm!Litríkar rótarfranskar

2 bökunarkartöflur
1 meðalstór sæt kartafla, afhýdd
1 rauðrófa, afhýdd
½ sellerírót, afhýdd
2-3 msk kókosolía
1 tsk paprikuduft
1 tsk laukduft
1 tsk sjávarsalt
smá cayenne pipar

  1. Skerið allt grænmetið í langa og mjóa stöngla, eins og franskar í laginu.
  2. Setjið rauðrófufrönskurnar í skál með vatni í ca 5 mín, takið uppúr og þerrið.
  3. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og dreifið öllum frönskunum þar á.
  4. Kryddið og dreifið kókosolíunni yfir.
  5. Bakið við 180°C í 25 mín eða þar til frönskurnar eru fallega gylltar og bakaðar í gegn.
  6. Berið fram með spicy mayo og njótið!

Uppskriftir að spicy mayo má finna hér:

Spicy mayo úr kjúklingabaunavatni

Spicy mayo úr kasjúhnetum

 Njótið!

comments powered by Disqus